Heimasíða

EM-leikurinn rúllar

Veðbanki / ARB / 6/8/2012 4:00:00 PM

Í dag hófst Evrópumeistaramótið í knattspyrnu í Póllandi/Úkraínu og Wartan er af sjálfsögðu með EM-leik af því tilefni. Lokað hefur verið fyrir skráningu og framundan er æsispennandi keppni.


Vel heppnað þorrablót

Þorrablót / ARB / 2/8/2012 1:14:31 PM

Þorrablót Wörtunnar var haldið laugardaginn 4. febrúar með hefðbundnum hætti. Kótilettur á Múlakaffi, break-námskeið í Kramhúsinu, keilumót og hátíðarkvöldverður á Kex Hostel. Keilumeistari ársins er enginn annar en Garrý Bizzý, sem marði sigur á Málaranum með mögnuðum endaspretti.


Nýr Wörtumeistari í golfi ...

Open / ARB / 9/8/2011 1:12:16 PM

Wartan Open 2011 var haldið föstudaginn 2. september á Korpúlfsstöðum í tilefni 225 ára afmæli Reykjavíkurborgar. Nýr Wörtumeistari var krýndur í þetta skipti, enginn annar er Forsetinn sjálfur með 36 punkta, Gulli Helga næstur sem sama punktafjölda og Ísbjörninn í þriðjasæti á 34.


Gullhollið kom sá og sigraði

Open / ARB / 8/29/2010 11:07:47 PM

Gullhollið kom sá og sigrað á Wartan Open 2010. Jónbi er nýkrýndur Wörtumeistari, sigraði mótið á 40 punktum. Líklegt að forgjafarnefndi nóteri þessi úrslit hjá sér. Stinni náði besta skori án forgjafar. Björgvinsvestið lenti í höndum Jóns Axels sem var hálfur maður á vellinum í fjarveru bróður síns, þrátt fyrir nýja driverinn. Sjaldan hefur mótið verið haldið í álíka veðurblíðu og rómantíkin í rauðu ljósunum á Riverside Spa var við hættumörk.


Opnun HM-leiksins

Veðbanki / ARB / 5/11/2010 9:50:21 PM

Í dag er mánuður í opnunarleik HM-2010 en mótið hefst í dag hjá Wörtumönnum með opnun HM-leiksins. Góða skemmtun!

Wörtuspjall
Jónbi vinnur HM-leikinn 2014
Sigurvegari HM-leiksins 2014 er Jón Birgir Jónsson. Hann hafði það umfram aðra í toppbaráttunni að hafa öll liðun rétt í 4-liða úrslitum og svo af sjálfsögðu Þjóðverjana í fyrsta sæti. Vel gert!

Veðbanki / ARB / 7/13/2014 10:18:06 PM

Skýring á lélegri spá
Ég held að ég hafi þjáðst af tímabundinni litblindu þegar ég setti spánverja í annað sætið, semsagt ruglast á fána spánar og annarrar þjóðar sem ég vissi að væri tryggð. Lífið er ekki alltaf sé dans á rósum.

Veðbanki / olafur / 6/27/2014 7:35:16 AM

Allt að ganga upp
Það þarf mikla sérfræðigáfu og innsæi til að sjá hvernig millifrumuvökvinn er að stýra þessari keppni. Englendingar fóru flatt á honum en Spánverjar klikkuðu á stemningunni í liðinu, eitthvað sem þarf að skoða nánar en mig grunar að það tengist því hvort frúrnar hafi verið með. Stemningin yfir boltanum er hjá okkur hjónaleysum er algerleg frábær, neistaflug. Ekki skrítið eins og staðan er, býst við að verða kallaður í viðtal fljótlega.

Veðbanki / olafur / 6/22/2014 8:20:11 AM

Spánn úr leik
8427 stig fóru í súginn hjá þátttakendum í HM-leiknum í kvöld. Aðeins þrjár spár gera ekki ráð fyrir þeim í 16-liða úrslitum, ein bullspá og tvær frá fjölskyldu Ólafs Einarssonar. Óli er frægastur fyrir það að sjá fyrir sigur Grikkja á EM 2004.

Veðbanki / ARB / 6/19/2014 12:09:10 AM

Hjónaslagur
Hvernig er stemmningin á heimili Óla og Rínu. Hún er ein efst eftir dag 2 með fullt hús en hann rekur einn lestina með 16 stig.

Veðbanki / ARB / 6/14/2014 12:17:31 PM

Þinir menn
Eg se a spánni þinni Olafur að þú hefur fulla trú á þínum mönnum. Þetta er aðeins tilgáta. Ekki kenning.

Veðbanki / Husavik / 6/12/2014 11:35:34 PM

Áfram Þýskaland
Heitustu fregnir herma að Íran sé spútnikliðið í ár - alla vega er það die Spreche des Stadts...als wir hier in Deutschland sagen. Hins vegar höldum við stúdentarnir auðvitað með löndum okkar Þjóðverjum. xxxx

Veðbanki / EygloErla / 6/10/2014 9:25:37 PM

Here we go.....
2 dagar þangað til að veislan hefst! Eru menn búnir að mastera HM sófataktíkina og afstraffa sig í samræmi við helstu leiki?

Veðbanki / kristjanbrooks / 6/10/2014 11:40:11 AM

Keilubikarinn
Það er búið að laga Keilu-Bikarinn og merkja þannig að hann er tilbúinn fyrir mótið 2015

Þorrablót / tomastomasson / 6/7/2014 10:36:28 AM

HM-LEIKUR ON!!!
Skráining í HM-leikinn er komin í gang.

Veðbanki / ARB / 6/6/2014 9:03:29 PM